Árni Árnason
Rithöfundur, textasmiður, framleiðandi, leikstjóri, ráðgjafi o.fl.
- Fullt nafn Árni Árnason
- Aldur 47
- Heimabær Akureyri
- Happatala 14
- Netfang arni@arniarnason.is
- Sími 8612222
- 9. ágúst 2022
Um mig
Ég fluttist á barnsaldri til Akureyrar þar sem ég ólst upp við gott atlæti á Brekkunni. Eftir viðburðarík ár í Barnaskóla Akureyrar og Gagganum, eins og Gagnfræðaskólinn var kallaður, lá leið mín í Menntaskólann á Akureyri. Menntaskólaárin voru, líkt og hjá mörgum, einstaklega skemmtilegur tími og minningarnar ylja enn þann dag í dag. Það var líka þar sem draumurinn um ritstörf byrjaði fyrst að láta á sér kræla þó fljótlega hafi ég ýtt honum örlítið aftar í hugann þegar önnur verkefni fóru að taka meira pláss.
Lífið færði mig svo inn á brautir viðskipta- og markaðsmála sem ég lærði fyrst í Háskólanum á Akureyri og svo í Bournemouth í Bretlandi. Ég starfaði svo í rúm 20 ár við hin ýmsu störf í markaðs- og auglýsingageiranum auk þess sem ég kenndi markaðsfræði við HR, HA og HÍ í 10 ár. Árið 2011 stofnaði ég svo eigin auglýsingastofu sem ég rak í 8 ár þar til ég ákvað að söðla um og gefa ritstörfunum það pláss í lífi mínu sem mig hafði lengi dreymt um. Draumurinn hafði nefnilega aldrei dáið og árið 2010 skrifaði ég mína fyrstu bók í formið viðtals við Bubba Morthens. Fyrsta skáldlega verkefnið mitt var svo barnabókin Friðbergur forseti sem kom út fyrir jólin 2019 og sjálfstætt framhald hennar, Háspenna, lífshætta á Spáni, kom út ári síðar. Snemma árs 2022 birti ég smásöguna Heim í Tímariti Máls og menningar og mín fyrsta skáldsaga, Vængjalaus, kom út haustið 2022.
Nýverið kláraði ég MA nám í ritlist við Háskóla Íslands. Auk ritstarfa tek ég að mér ráðgjafa-, texta-, leikstjórnar- og framleiðsluverkefni. Að auki hef ég skrifað og flutt útvarpsþætti á Rás 1.
Verkefni

Vængjalaus er fyrsta skáldsagan mín. Sumarið 1996 er Baldur rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman á Akureyri og á sá fundur eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja. Tveimur áratugum síðar stendur Baldur á krossgötum og heldur af stað í ferðalag til að horfast í augu við fortíðina og sjálfan sig.

Smásagan Heim birtist í 1. hefti Tímarits Máls og menningar árið 2022. Sagan fjallar um ástina, lífið, örlögin og þetta óútskýranlega sérstaka sem stendur hjarta okkar næst.

Útvarpsþáttur þar sem grennslast er fyrir um loftárásir Þjóðverja á norðausturhorninu í seinna stríði. Hvar gerðust þær og var einhvern tímann hætta á stórfelldum árásum á Íslandi?

Sjálfstætt framhald Friðbergs forseta. Sóley og Ari eru á leið í langþráð frí til Spánar með foreldrum sínum en hlutirnir fara ekki alveg eins og áætlað var. Sannkölluð háspenna, lífshætta.

Friðbergur forseti er fyrsta skáldverkið mitt. Fyndin, hugljúf og spennandi saga um kraftmikla krakka sem þora að hafa hátt og berjast gegn ranglæti – fyrir betra samfélag.

Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Ferðalag í leit að svörum við þessari spurningu sem mannkynið hefur spurt sig frá örófi alda. Í leiðinni er afstaða þjóðarinnar til málefnisins skoðuð.

Bókin var gefin út í tilefni 30 ára starfsafmælis Bubba og er ekki endilega um hans ævi heldur meira um hans skoðanir á lífinu, tilverunni og málefnum líðandi stundar.
Dagatal
Útgáfudagur
9. ágúst 2022
Vængjalaus kemur í verslanir.
Metsölulistinn
10. ágúst 2022
Vængjalaus í 3. sæti yfir mest seldu kiljurnar.
Metsölulistinn
17. ágúst 2022
Vængjalaus í 4. sæti yfir mest seldu kiljurnar.
Ef þú hefur áhuga á að fá mig til að lesa eða halda erindi sendu mér þá endilega tölvupóst: arni@arniarnason.is
Fjölmiðlaumfjöllun
Hér má finna umfjöllun um mig og verkin mín:
- Segðu mér, viðtal – Rás 1 31. ágúst 2022
- Hún var með svip sem boraði gat á sál mína – mbl.is 16. ágúst 2022
- Alls engin miðaldrakrísa – Fréttablaðið 13. ágúst 2022
- Seldi auglýsingastofuna og fór að skrifa bækur – mbl.is 13. ágúst 2022
- Hættulegt að festast í fortíðinni – Rás 2 10. ágúst 2022
- Giftu sig í miðri jólatörn með 3 vikna fyrirvara – Fréttablaðið 24. nóvember 2020
- Sólarlandastemning í æð í nýrri barnabók – Fréttablaðið 28. október 2020
- Árni segir sögu systkina og skuggalegra náunga á Spáni: „Árið búið að vera skrýtið og krefjandi“ – Mannlíf 24. október 2020
- Krakkakiljan – Bókaormaspjall – Friðbergur forseti – Rúv 5. maí 2020
- Krakkafréttir vikunnar – Krakkafréttir og Friðbergur forseti – Rúv 26. apríl 2020
- Hlustað á hjartað og barist gegn ranglæti – mbl.is 18. desember 2019
- Þjóðernispopúlistinn Friðbergur forseti – Lestrarklefinn 15. desember 2019
- Gott þegar hægt er að fá krakka til að hugsa um dýpri hluti – Mannlíf 2. nóvember 2019
- Bókin varð til í heita pottinum – Fréttablaðið 29. október 2019
Hafa samband
Fylltu út formið
- Upplýsingar!
- Netfang: arni@arniarnason.is
- Sími: 8612222